31 December 2011

Marengs ísterta með Toblerone

4 eggjahvítur
200 gr sykur

Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman og skiptið í 2 botna. Bakið við 150°C í 30 mín og síðan við 100°C í aðrar 30 mín.

Ískrem:
3 eggjarauður
100 gr sykur
3 matarlímsblöð
1 dl vel sterkt kaffi
1/2 l þeyttur rjómi
200 gr saxað Toblerone

Látið matarlímsblöðin liggja í köldu vatni í 5 mín. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan er ljós og létt. Takið matarlímsblöðin úr bleyti og kreistið vatnið úr þeim. Leysið þau síðan upp í heitu kaffinu. Hellið því næst kaffinu út í eggjablönduna.  Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og að lokum saxaða Tobleroninu. Setjið annan botninn í smelluform, hellið ísblöndunni yfir og síðan hinn botninn ofan á. Geymið í frysti.

Takið úr frysti um klst fyrir neyslu. Skreytið með berjum og ávöxtum.

Toblerone terta5 stórar eggjahvítur
300 gr púðursykur

Hitið ofninn í 150°C. Setjið smjörpappír í 2 smelluform og smyrjið hliðar. Þeytið eggjahvítur og púðursykur vel saman. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í 1 klst.

5 dl af rjóma er sett á milli botnanna.

Sósa:
150 gr toblerone
40 gr súkkulaði
3/4 dl rjómi

Bræðið toblerone, súkkulaði og rjóma yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins og hellið síðan yfir kökuna.

Alvöru amerískir cinnabon snúðar

Uppskrift úr vikunni

235 ml mjólk
2 egg
75 gr smjör, mjúkt
615 gr hveiti
6 gr salt
100 gr sykur
1 pakki þurrger

Velgið mjólkina og leysið þurrgerið upp í henni. Bætið sykri, smjöri, salti og eggi út í og hrærið. Bætið hveiti saman við og hnoðið saman. Látið hefast á hlýjum staði þar til deigið hefur tvöfaldast. Fletjið út, setjið viskastykki yfir og látið hefast í 30 mín.

Fylling:

220 gr púðursykur
15 gr kanill
75 gr smjör, mjúkt

Hrærið saman og smyrjið fyllingunni á deigið. Rúllið upp í eina lengju og skerið í nokkra bita. Hægt að baka hvern og einn sér eða setja þá saman í eldfast mót. Látið hefast í 30 mín. Bakið í 15 mín við 200°C.

Kókoskúlur

100 gr smjör, lint
3 dl haframjöl
1 1/2 dl kókosmjöl
1 1/2 dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
2 msk kakó
1 msk vatn
Kókosmjöl

Blandið öllu saman í skál, hnoðið og búið til kúlur. Veltið uppúr kókosmjöli og geymið í kæli.

Hafrakökur með súkkulaði

300 gr hveiti
375 gr sykur
150 gr haframjöl
1 tsk matarsódi
240 gr smjörlíki
125 gr suðusúkkulaði
2 egg
100 gr suðusúkkulaði, brætt

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og myljið smjörlíkið útí. Hnoðið vel saman. Bætið súkkulaði og eggjum útí og blandið vel saman. Búið til litlar kúlur úr deiginu og þrýstið aðeins á kúlurnar þegar þær eru settar á bökunarplötuna. Bakið þar til ljósbrúnar. Látið kólna og skreytið með bræddu súkkulaði.

Hafradraumur

Uppskrift úr Kökublaði vikunnar 2010

200 gr sykur
160 gr púðursykur
230 gr smjör
1 tsk vanilludropar
2 egg
260 gr hveiti
1 tsk matarsódi
150 gr haframjöl
250 gr hvítt súkkulaði/eða blanda af hvítu og dökku

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykri og smjöri þar til ljóst og létt. Bætið síðan við eggjunum, einu í senn ásamt vanilludropunum. Blandið þurrefnum saman í skál og bætið síðan út í sykurblönduna. Að síðustu er súkkulaði bætt út í. Setjið deigið með teskeið á plötu og bakið í 10-12 mín.

Ömmukökur

Uppskrift úr kökublaði vikunnar 2011.

3-4 msk sykur
1 tsk kanill
4 dl hveiti
2 dl púðursykur
1/4 tsk salt
175 gr smjör við stofuhita
1 eggjarauða
1 1/2 tsk vanilludropar
1 krukka hindberjasulta

Hitið ofninn í 200°C. Blandið sykrinum og kanilnum saman og leggið til hliðar. Blandið hveiti, púðursykri og salti saman. Bætið smjöri, eggjarauðu og vanilludropum í deigið og hnoðið saman. Rúllið deiginu í lengjur og geymið í kæli í klukkustund.

Stráið kanilsykurblöndunni á borðið og veltið rúllunum upp úr honum þannig að rúllurnar verða hjúpaðar allan hringinn. Skerið lengjurnar í cm þykkar sneiðar og leggið á plötu. Gerið holu í miðjuna og fyllið holuna með sultu. Bakið í 8-10 mín eða þar til ljósbrúnar.

Döðlugott

200 gr smjör
500 gr döðlur
120 gr púðursykur
150 gr coco pops/rice crispies
200 gr suðusúkkulaði
3 msk matarolía
100 gr 70% súkkulaði
1 1/2 msk matarolía
kókosmjöl

Bræðið smjörið í potti og bætið söxuðum döðlum og púðursykri útí. Hrærið þar til döðlurnar fara að mýkjast. Látið þá coco pops útí, setjið bökunarpappír í form og látið deigið í formið, ég notaði 12x12 ferkantað form. Setjið formið í frysti í 10 mín. Á meðan bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið matarolíunni saman við. Hellið yfir blönduna og frystið aftur. Bræðið 70% súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið matarolíu saman við. Hellið yfir, stráið kókosmjöli yfir (magn eftir smekk) og frystið í amk 30 mín. Skerið í litla ferkantaða bita og geymið í frysti.

Súkkulaðimöndlukaka


Þessi uppskrift er úr vikunni.

Botn:
1 1/2 b möndluflögur
3/4 b kakó
1/2 b hveiti
250 gr smjör
1 3/4 b sykur
4 egg
2 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175°C. Ristið möndlurnar í ofninum þar til þær eru aðeins farnar að dekkjast. Setjið möndlur, hveiti og kakó í matvinnsluvél og blandið saman í 20-30 sek. Hrærið smjör og sykur þar til það er ljóst og létt. Bætið eggjunum útí, einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið möndlusallanum varlega saman við. Bakið í neðstu rim í smelluformi með bökunarpappír í 35-45 mín.

Súkkulaðismjörkrem:
175 gr suðusúkkulaði
2 eggjahvítur
1 b sykur
1/3 b vatn
200 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna aðeins. Setjið sykur og vatn í pott o hrærið þar til sykurinn hefur jafnast út. Látið krauma við vægan hita í 8-12 mín eða þar til sykurmælir sýnir 120°C. Takið pottinn þá af hellunni. Þegar hitinn er orðinn 110°C þá má þeyta eggjahvíturnar. Þeytið þar til þær verða stífar en ekki þurrar. Hellið sírópinuí mjórri bunu út í hvíturnar og hrærið stöðugt á meðan. Þeytið í 5-8 mín. Setjið smjörið útí í litlum bitum og hrærið stöðugt en hægt. Bætið að lokum vanilludropunum og súkkulaðinu útí. Setjið krem á kökuna og hliðar. Geymið smá krem til að skreyta með. Látið kökuna standa í kæli í 1-2 klst.

Súkkulaðihjúpur:
250 gr suðusúkkulaði
1 b rjómi
1 tsk vanilludropa

Hitið rjóma og síróp saman í potti við vægan hita, ekki láta sjóða. Setjið súkkulaðið útí og látið standa í 1/2 mín. Hrærið saman þar til það er samfellt og látið þá vanilludropana útí. Kælið.

Setjið kökuna á grind og bökunarpappír undir. Hellið síðan hjúpnum yfir kökuna og færið yfir á disk. Kælið í 30 mín. Setjið frátekna kremið í sprautupoka og skreytið tertuna með því.

30 December 2011

Rauð flauelskaka


Þessi uppskrift fékkst í kökublaði vikunnar.

120 gr smjör
300 gr  sykur
2 egg
2 msk kakó
40 ml fljótandi rauður matarlitur
1 tsk vanilludropar
240 ml súrmjólk
300 gr hveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi

3 tsk hvítvínsedik

Hitið ofninn í 170°C. Hrærið saman smjör og sykur á meðalhraða þar til það verður létt og ljóst. Setjið hrærivélina á hæstu stillingu og bætið eggjunum út í og látið blandast vel saman. Blandið saman lítilli skál, rauða matarlitnum, kakóinu og vanilludropunum þar til það verður þykkt og dökkt. Blandið þessu síðan saman við smjörblönduna og látið blandast vel eða þar til liturinn er jafn. Blandið þá súrmjólkinni og hveitinu saman við í smáum skömmtum. Í lokin blandast saltið, matarsódinn og hvítvínsedikið saman við. Hrærið vel saman á miklum hraða í u.þ.b. mínutu.

Setjið bökunarpappír í 2 smelluform og smyrjið vel. Hellið deiginu í formið og bakið í 40 mín.

Krem:
600 gr flórsykur
100 gr smjör
250 gr rjómaostur

Hrærið saman flórsykri og smjöri þar til það hefur blandast vel saman. Bætið rjómaostinum útí og þeytið vel á meðalhraða þar til kremið er orðið létt. Setjið kremið á milli, yfir og á hliðar kökunnar.

Ég skreytti kökuna með lituðum sykri sem ég gerði úr þurrum rauðum matarlit og strásykri, og matarglimmeri.

Jarðaberjaterta4 eggjahvítur
1 bolli sykur
2 bollar kókosmjöl
100 gr brytjað suðusúkkulaði

Stífþeytið eggjahvítur og sykur vel saman. Blandið síðan kókosmjöli og súkkulaðinu varlega saman við. Jafnið deigið á bökunarpappír og búið til 2 kringlótta botna. Bakið við 150°C í 30 mínutur.

Leggið botnana saman með 1/2 L af rjóma ásamt niðursoðnum jarðaberjum sem eru marin saman við rjómann. Skreytið með ferskum berjum og súkkulaði.

Pipp terta


Marengsbotnar:

4 eggjahvítur
200 gr sykur
1 tsk lyftiduft
3 1/2 b kornflex

Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman. Bætið að lokum lyftiduftinu útí ásamt kornflexinu. Bakið við 150°C í 50-60 mín.

Á milli botna:
1/2 L rjómi
1 stórt pipp með piparmyntufyllingu

Þeytið rjómann og geymið 2 msk fyrir súkkulaðikremið. Skerið pippið niður í bita og bætið útí rjómann. Setjið á milli botnanna.

Súkkulaðikrem:
3 eggjarauður
4 msk flórsykur
60 gr suðusúkkulaði, brætt
2 msk þeyttur rjómi.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna lítillega. Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn vel saman. Hellið síðan bræddu súkkulaðinu saman við og setjið þeytta rjómann saman við. Ef kremið er of þunnt þá má geyma það inní kæli í smá stund til að leyfa því að þykkna. Einnig er hægt að sleppa rjómanum og þá er súkkulaðikremið þykkra. Það er líka mjög gott.

Setjið súkkulaðikremið yfir kökuna og skreytið að vild, t.d. með berjum.

15 December 2011

Brún lagkaka - hrærð

500 gr smjörlíki, mjúkt
600 gr púðursykur
4 egg
1 kg hveiti
2 msk kakó
2 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk matarsódi
5 dl mjólk

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið síðan eggjunum útí, einu í senn. Þá er þurrefnunum blandað útí og þynnt með mjólk. Passið að hræra ekki lengi eftir að hveitið fer útí svo kakan verði ekki seig.

Deiginu er síðan skipt í 3-4 hluta eftir stærð ofnplötu,  persónulega finnst mér líka betra að hafa hvert lag frekar þykkt en það er auðvitað smekksatriði. Smyrið deiginu á bökunarpappír og sléttið vel út, best að hafa hvert lag eins slétt og jafnt og hægt er (Þá lúkkar hún betur samsett ;) og bakiðí 12-15 mín. Kælið og leggið saman með smjörkremi.

Smjörkrem
300 gr smjörlíki
500 gr flórsykur
2 eggjarauður
vanilludropar


Hrærið smjörlíkinu vel saman við flórsykurinn. Þá eru eggjarauðurnar settar útí og bragðbætt með vanilludropum. Hægt er að gera 1 og hálfa uppskrift ef þið viljið hafa meira krem á milli.

Randalín - hrærð

375 gr sykur
300 gr smjörlíki
4 egg
1 kg hveiti
3 dl mjólk
3 tsk lyftiduft
Rabbabarasulta

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjörlíki og sykri vel saman og bætið eggjum útí einu í einu þar til blandan er ljós og létt. Þá blandast hveitið, lyftiduftið og mjólkin samanvið. Passið að hræra ekki of mikið þegar hveitið er komið út í til þess að kakan verði mjúk. Deiginu skipt í 3-4 hluta eftir stærð ofnplötu, ég gerði 3 þar sem ég var með stóra plötu og auk þess vil ég hafa hana vel þykka. Jafnið deiginu á bökunarpappír og sléttið vel úr. Best er að hafa botnana eins jafna og hægt er svo kakan lúkki vel. Bakið þar til kakan er ljósbrún.

Kælið og setjið síðan saman með rabbabarasultu. Ég set vel af sultunni þá verður hún mjúk og alveg hrikalega góð.
07 December 2011

Fullkomna súkkulaðibitakakan

Búin að prófa margar og mér finnst þessi langbest. Hún er fengin úr Matarbiblíunni minni frá Nönnu Rögnvaldardóttur.

125 gr smjör, lint
100 gr púðursykur
75 gr sykur
1 egg
1/2 tsk vanilludropar
150 gr hveiti
1/2 tsk matarsódi
salt á hnífsoddi
125 gr súkkulaði

Ofninn hitaður í 180°C. Byrjið á að hræra smjöri, sykri og púðursykri vel saman. Egginu er svo hrært saman við ásamt vanilludropunum þar til blandan er létt og ljós. Þá er þurrefnum bætt varlega útí ásamt saxaða súkkulaðinu eða súkkulaðidropum. Passa að hræra ekki of mikið.

Mótað með 2 teskeiðum á pappírsklæddar bökunarplötur með góðu millibili þar sem þær fljóta út. Bakað ofarlega í ofni í 10 mín. Njótið vel !!