Rauð flauelskaka


Þessi uppskrift fékkst í kökublaði vikunnar.

120 gr smjör
300 gr  sykur
2 egg
2 msk kakó
40 ml fljótandi rauður matarlitur
1 tsk vanilludropar
240 ml súrmjólk
300 gr hveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi

3 tsk hvítvínsedik

Hitið ofninn í 170°C. Hrærið saman smjör og sykur á meðalhraða þar til það verður létt og ljóst. Setjið hrærivélina á hæstu stillingu og bætið eggjunum út í og látið blandast vel saman. Blandið saman lítilli skál, rauða matarlitnum, kakóinu og vanilludropunum þar til það verður þykkt og dökkt. Blandið þessu síðan saman við smjörblönduna og látið blandast vel eða þar til liturinn er jafn. Blandið þá súrmjólkinni og hveitinu saman við í smáum skömmtum. Í lokin blandast saltið, matarsódinn og hvítvínsedikið saman við. Hrærið vel saman á miklum hraða í u.þ.b. mínutu.

Setjið bökunarpappír í 2 smelluform og smyrjið vel. Hellið deiginu í formið og bakið í 40 mín.

Krem:
600 gr flórsykur
100 gr smjör
250 gr rjómaostur

Hrærið saman flórsykri og smjöri þar til það hefur blandast vel saman. Bætið rjómaostinum útí og þeytið vel á meðalhraða þar til kremið er orðið létt. Setjið kremið á milli, yfir og á hliðar kökunnar.

Ég skreytti kökuna með lituðum sykri sem ég gerði úr þurrum rauðum matarlit og strásykri, og matarglimmeri.

Comments

Popular Posts