Súkkulaðimöndlukaka


Þessi uppskrift er úr vikunni.

Botn:
1 1/2 b möndluflögur
3/4 b kakó
1/2 b hveiti
250 gr smjör
1 3/4 b sykur
4 egg
2 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175°C. Ristið möndlurnar í ofninum þar til þær eru aðeins farnar að dekkjast. Setjið möndlur, hveiti og kakó í matvinnsluvél og blandið saman í 20-30 sek. Hrærið smjör og sykur þar til það er ljóst og létt. Bætið eggjunum útí, einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið möndlusallanum varlega saman við. Bakið í neðstu rim í smelluformi með bökunarpappír í 35-45 mín.

Súkkulaðismjörkrem:
175 gr suðusúkkulaði
2 eggjahvítur
1 b sykur
1/3 b vatn
200 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna aðeins. Setjið sykur og vatn í pott o hrærið þar til sykurinn hefur jafnast út. Látið krauma við vægan hita í 8-12 mín eða þar til sykurmælir sýnir 120°C. Takið pottinn þá af hellunni. Þegar hitinn er orðinn 110°C þá má þeyta eggjahvíturnar. Þeytið þar til þær verða stífar en ekki þurrar. Hellið sírópinuí mjórri bunu út í hvíturnar og hrærið stöðugt á meðan. Þeytið í 5-8 mín. Setjið smjörið útí í litlum bitum og hrærið stöðugt en hægt. Bætið að lokum vanilludropunum og súkkulaðinu útí. Setjið krem á kökuna og hliðar. Geymið smá krem til að skreyta með. Látið kökuna standa í kæli í 1-2 klst.

Súkkulaðihjúpur:
250 gr suðusúkkulaði
1 b rjómi
1 tsk vanilludropa

Hitið rjóma og síróp saman í potti við vægan hita, ekki láta sjóða. Setjið súkkulaðið útí og látið standa í 1/2 mín. Hrærið saman þar til það er samfellt og látið þá vanilludropana útí. Kælið.

Setjið kökuna á grind og bökunarpappír undir. Hellið síðan hjúpnum yfir kökuna og færið yfir á disk. Kælið í 30 mín. Setjið frátekna kremið í sprautupoka og skreytið tertuna með því.

Comments

Popular Posts