Ömmukökur

Uppskrift úr kökublaði vikunnar 2011.

3-4 msk sykur
1 tsk kanill
4 dl hveiti
2 dl púðursykur
1/4 tsk salt
175 gr smjör við stofuhita
1 eggjarauða
1 1/2 tsk vanilludropar
1 krukka hindberjasulta

Hitið ofninn í 200°C. Blandið sykrinum og kanilnum saman og leggið til hliðar. Blandið hveiti, púðursykri og salti saman. Bætið smjöri, eggjarauðu og vanilludropum í deigið og hnoðið saman. Rúllið deiginu í lengjur og geymið í kæli í klukkustund.

Stráið kanilsykurblöndunni á borðið og veltið rúllunum upp úr honum þannig að rúllurnar verða hjúpaðar allan hringinn. Skerið lengjurnar í cm þykkar sneiðar og leggið á plötu. Gerið holu í miðjuna og fyllið holuna með sultu. Bakið í 8-10 mín eða þar til ljósbrúnar.

Comments

Popular Posts