Randalín - hrærð

375 gr sykur
300 gr smjörlíki
4 egg
1 kg hveiti
3 dl mjólk
3 tsk lyftiduft
Rabbabarasulta

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjörlíki og sykri vel saman og bætið eggjum útí einu í einu þar til blandan er ljós og létt. Þá blandast hveitið, lyftiduftið og mjólkin samanvið. Passið að hræra ekki of mikið þegar hveitið er komið út í til þess að kakan verði mjúk. Deiginu skipt í 3-4 hluta eftir stærð ofnplötu, ég gerði 3 þar sem ég var með stóra plötu og auk þess vil ég hafa hana vel þykka. Jafnið deiginu á bökunarpappír og sléttið vel úr. Best er að hafa botnana eins jafna og hægt er svo kakan lúkki vel. Bakið þar til kakan er ljósbrún.

Kælið og setjið síðan saman með rabbabarasultu. Ég set vel af sultunni þá verður hún mjúk og alveg hrikalega góð.




Comments

Popular Posts