Fullkomna súkkulaðibitakakan

Búin að prófa margar og mér finnst þessi langbest. Hún er fengin úr Matarbiblíunni minni frá Nönnu Rögnvaldardóttur.

125 gr smjör, lint
100 gr púðursykur
75 gr sykur
1 egg
1/2 tsk vanilludropar
150 gr hveiti
1/2 tsk matarsódi
salt á hnífsoddi
125 gr súkkulaði

Ofninn hitaður í 180°C. Byrjið á að hræra smjöri, sykri og púðursykri vel saman. Egginu er svo hrært saman við ásamt vanilludropunum þar til blandan er létt og ljós. Þá er þurrefnum bætt varlega útí ásamt saxaða súkkulaðinu eða súkkulaðidropum. Passa að hræra ekki of mikið.

Mótað með 2 teskeiðum á pappírsklæddar bökunarplötur með góðu millibili þar sem þær fljóta út. Bakað ofarlega í ofni í 10 mín. Njótið vel !!

Comments

  1. Jenný SæmundsdóttirDecember 7, 2011 at 2:06 PM

    Ég geri þessa alltaf líka :) Algjört jummy :)

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts