Alvöru amerískir cinnabon snúðar




235 ml mjólk
1 pakki þurrger
2 egg
75 gr smjör, mjúkt
6 gr salt
100 gr sykur
615 gr hveiti

Velgið mjólkina og leysið þurrgerið upp í henni. Bætið sykri, smjöri, salti og eggi út í og hrærið. Bætið hveiti saman við og hnoðið saman. Látið hefast á hlýjum staði þar til deigið hefur tvöfaldast. Fletjið út, setjið viskastykki yfir og látið hefast í 30 mín. Á meðan er fyllingin búin til.

Fylling:

220 gr púðursykur
15 gr kanill
75 gr smjör, mjúkt

Hrærið öllu saman og þegar deigið er tilbúið þá fletjið þið út og smyrjið fyllingunni á deigið. Rúllið síðan upp í eina lengju og skerið í nokkra bita, stærð eftir smekk. Hægt að baka hvern og einn sér eða setja þá saman í eldfast mót. Látið hefast aftur í 30 mín.

Gott er að setja þá inn í  80°C heitan ofn í 20-30 mín til að forhefa þá.

Bakið síðan í 15 mín við 200°C.

Comments

Popular Posts