Pipp terta


Marengsbotnar:

4 eggjahvítur
200 gr sykur
1 tsk lyftiduft
3 1/2 b kornflex

Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman. Bætið að lokum lyftiduftinu útí ásamt kornflexinu. Bakið við 150°C í 50-60 mín.

Á milli botna:
1/2 L rjómi
1 stórt pipp með piparmyntufyllingu

Þeytið rjómann og geymið 2 msk fyrir súkkulaðikremið. Skerið pippið niður í bita og bætið útí rjómann. Setjið á milli botnanna.

Súkkulaðikrem:
3 eggjarauður
4 msk flórsykur
60 gr suðusúkkulaði, brætt
2 msk þeyttur rjómi.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna lítillega. Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn vel saman. Hellið síðan bræddu súkkulaðinu saman við og setjið þeytta rjómann saman við. Ef kremið er of þunnt þá má geyma það inní kæli í smá stund til að leyfa því að þykkna. Einnig er hægt að sleppa rjómanum og þá er súkkulaðikremið þykkra. Það er líka mjög gott.

Setjið súkkulaðikremið yfir kökuna og skreytið að vild, t.d. með berjum.

Comments

Popular Posts