Brún lagkaka - hrærð

500 gr smjörlíki, mjúkt
600 gr púðursykur
4 egg
1 kg hveiti
2 msk kakó
2 tsk kanill
2 tsk negull
2 tsk matarsódi
5 dl mjólk

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið síðan eggjunum útí, einu í senn. Þá er þurrefnunum blandað útí og þynnt með mjólk. Passið að hræra ekki lengi eftir að hveitið fer útí svo kakan verði ekki seig.

Deiginu er síðan skipt í 3-4 hluta eftir stærð ofnplötu,  persónulega finnst mér líka betra að hafa hvert lag frekar þykkt en það er auðvitað smekksatriði. Smyrið deiginu á bökunarpappír og sléttið vel út, best að hafa hvert lag eins slétt og jafnt og hægt er (Þá lúkkar hún betur samsett ;) og bakiðí 12-15 mín. Kælið og leggið saman með smjörkremi.

Smjörkrem
300 gr smjörlíki
500 gr flórsykur
2 eggjarauður
vanilludropar


Hrærið smjörlíkinu vel saman við flórsykurinn. Þá eru eggjarauðurnar settar útí og bragðbætt með vanilludropum. Hægt er að gera 1 og hálfa uppskrift ef þið viljið hafa meira krem á milli.

Comments

  1. Takk kærlega fyrir þessa uppskrift. Mér tókst í fyrsta skipti í fjölmörg ár að gera almennilega lagköku með henni.
    Kveðja
    GUðbjörg Vogum.

    ReplyDelete
  2. Það var minnsta málið, gaman að einhver geti notað þessar uppskriftir líka. Kv Birna

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts