16 January 2017

Kúrbíts- og gulrótarklattar1 kúrbítur
1 stór gulrót
3 vorlaukar
2 egg
2/3 bolli gróft spelt
1/2 b olía
1/2 b rifinn ostur
Krydd að eigin vali - ég notaði svartan pipar, túrmerik, karrý og cumin

Rífið kúrbítinn og gulrótina, skerið vorlaukinn smátt og blandið síðan öllu saman.

Steikt á pönnu uppúr ólívuolíu og borið fram með sýrðum rjóma, chilli sósu og grænni sósu.


Græn sósa:

1 avocado
2 hvítlauksgeirar
Nokkrir dropar af tabasco sósu
Límónusafi
Fersk basilíka
Strengjabaunir (má sleppa eða nota annað grænt grænmeti)
1/2 b olívuolía
1/2 b vatn
salt og pipar

Öllu skellt í blandara eða nutribullet. Geymt í ísskáp.14 January 2017

Bananabrauð án sykurs
2 bananar
1/2 bolli eplamauk
1 bolli heilhveiti
dass af sítrónu/límónusafa
1 egg
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
dökkur súkkulaðispænir (magn eftir smekk)

Ofninn hitaður í 180°C. Öllu blandað saman í hrærivél og sett í smurt form. Bakað í 35 mínútur.

Hrákaka með ávöxtum


Botn:
250 gr. döðlur
3 msk kókosolía
1 banani
1 msk agave síróp
2 dl tröllahafrar/haframjöl
2 msk lífrænt kakóduft
2-3 dropar karamellu stevia (má sleppa)


50 gr 70% sykurlaust súkkulaði með myntubragði, saxað niður
50 gr Suðusúkkulaði/70% súkkulaði brætt
Ávextir
Kókosflögur

Döðlurnar skornar niður og settar í pott. Vatn látið fljóta yfir og soðið í nokkrar mín. Hellið vatninu af og stappið bananann samavið. Setjið sírópið, hafrana, kakóduftið og steviuna saman við. Setjið í glerform, dreifið saxaða súkkulaðinu yfir og látið aðeins bráðna. Skellið forminu síðan í frysti á meðan ávextirnir eru skornir niður og súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði

Ofan á kökuna setti ég 1 lítið epli, 1 kiwi og 3 jarðarber, hellti síðan bráðna súkkulaðinu yfir og að lokum stráði ég kókosflögum yfir.

Kakan er góð ein og sér en þeyttur rjómi er alveg eðall með.

02 May 2016

Indversk linsubaunabuff með gulrótum og sætum kartöflum


3dl soðin hýðishrísgrjón, brún eða hvít (whatever floats your boat)
250gr soðnar linsubaunir (eða aðrar baunir)
2 rifnar gulrætur
1/2 rifin sæt kartafla
2 stilkar vorlaukur, smátt skorinn
2msk tómatpúrra
2msk tandoori curry paste 
2 hvítlauksrif, smátt skorin eða rifin
1tsk cumin
1tsk garam masala
1tsk engifer
1tsk kóríander
salt (ég nota alltaf grænmetissalt úr Heilsuhúsinu)
nýmalaður pipar

gróft spelt til að þykkja ef þarf

Rasp:
Sesamfræ
kókosmjöl

Hitið ofn í 200°C. Öllum innihaldsefnum blandað saman í skál eða hrærivél. Ef blandan er mjög blaut þá er gott að setja smá spelt til að þykkja, en alls ekki of mikið svo þau verði ekki þurr.
Mótið kúlur og veltið uppúr raspi. Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og spreyjið hana með pam spreyi. Raðið kúlunum á og þrýstið þeim létt niður til að gera klatta, annars mega þetta alveg vera bollur líka :)

Eldið í 8 mín á hvorri hlið.

Gott að bera fram með grískri tatziki sósu eða sýrðum rjóma og sweet chili sósu ásamt góðu salati.


Tzatziki sósa 
1 agúrka, rifin 
250 ml grísk jógúrt
2 hvítlauksrif, pressuð
salt
ferskur pipar
1 msk limesafi
1 msk ólífuolía


Rífið agúrkuna niður, setjið á þvottagrisju og kreistið safann úr. Blandið síðan öllu saman í skál og smakkið til. 

16 June 2015

Hveitikökur8 b hveiti
100 gr smjörlíki
1 b sykur
6 tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 tsk hjartarsalt
4 b súrmjólk

Allt blandað saman og hnoðað. Skipt í 4 hluta og flatt út hringlaga. Stungið í með gaffli og steikt á pönnu. Passa að hnoða ekki of mikið því þá geta þær orðið of harðar !!

08 December 2014

Negulkökur


250 g hveiti
250 g púðursykur
125 g smjörlíki
1 egg
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk engifer
1/2 tsk kanill
1/4 tsk negull

Hitið ofninn í 180°C. Setjið öll hráefnin í hrærivélaskálina og hrærið vel saman. Mótið kúlur og þrýstið niður með gaffli. Bakið í ca 10 mín.

Súkkulaðidropakökur
125 gr smjörlíki 
1 b sykur
1 b púðusykur
2 stk egg
2 b hveiti (aðeins meira eða ca 1/2 bolli ef þið viljið hafa þær þéttar)
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 b kókósmjöl
1 poki súkkulaðidropar

Ofninn hitaður í 180° C. Smjörlíkinu og sykrinum hrært saman þar til ljóst og létt. Eggjum bætt útí og hrært aðeins lengur saman. Þurrefnunum bætt út í og blandað varlega saman við. Móta litlar kúlur og raða á bökunarplötu. Setjið 1 súkkulaðidropa ofaná og þrýstið varlega niður. Bakið í 5 til 10 mín.