02 May 2016

Indversk linsubaunabuff með gulrótum og sætum kartöflum


3dl soðin hýðishrísgrjón, brún eða hvít (whatever floats your boat)
250gr soðnar linsubaunir (eða aðrar baunir)
2 rifnar gulrætur
1/2 rifin sæt kartafla
2 stilkar vorlaukur, smátt skorinn
2msk tómatpúrra
2msk tandoori curry paste 
2 hvítlauksrif, smátt skorin eða rifin
1tsk cumin
1tsk garam masala
1tsk engifer
1tsk kóríander
salt (ég nota alltaf grænmetissalt úr Heilsuhúsinu)
nýmalaður pipar

gróft spelt til að þykkja ef þarf

Rasp:
Sesamfræ
kókosmjöl

Hitið ofn í 200°C. Öllum innihaldsefnum blandað saman í skál eða hrærivél. Ef blandan er mjög blaut þá er gott að setja smá spelt til að þykkja, en alls ekki of mikið svo þau verði ekki þurr.
Mótið kúlur og veltið uppúr raspi. Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og spreyjið hana með pam spreyi. Raðið kúlunum á og þrýstið þeim létt niður til að gera klatta, annars mega þetta alveg vera bollur líka :)

Eldið í 8 mín á hvorri hlið.

Gott að bera fram með grískri tatziki sósu eða sýrðum rjóma og sweet chili sósu ásamt góðu salati.


Tzatziki sósa 
1 agúrka, rifin 
250 ml grísk jógúrt
2 hvítlauksrif, pressuð
salt
ferskur pipar
1 msk limesafi
1 msk ólífuolía


Rífið agúrkuna niður, setjið á þvottagrisju og kreistið safann úr. Blandið síðan öllu saman í skál og smakkið til. 

16 June 2015

Hveitikökur8 b hveiti
100 gr smjörlíki
1 b sykur
6 tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 tsk hjartarsalt
4 b súrmjólk

Allt blandað saman og hnoðað. Skipt í 4 hluta og flatt út hringlaga. Stungið í með gaffli og steikt á pönnu. Passa að hnoða ekki of mikið því þá geta þær orðið of harðar !!

08 December 2014

Negulkökur


250 g hveiti
250 g púðursykur
125 g smjörlíki
1 egg
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk engifer
1/2 tsk kanill
1/4 tsk negull

Hitið ofninn í 180°C. Setjið öll hráefnin í hrærivélaskálina og hrærið vel saman. Mótið kúlur og þrýstið niður með gaffli. Bakið í ca 10 mín.

Súkkulaðidropakökur
125 gr smjörlíki 
1 b sykur
1 b púðusykur
2 stk egg
2 b hveiti (aðeins meira eða ca 1/2 bolli ef þið viljið hafa þær þéttar)
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 b kókósmjöl
1 poki súkkulaðidropar

Ofninn hitaður í 180° C. Smjörlíkinu og sykrinum hrært saman þar til ljóst og létt. Eggjum bætt útí og hrært aðeins lengur saman. Þurrefnunum bætt út í og blandað varlega saman við. Móta litlar kúlur og raða á bökunarplötu. Setjið 1 súkkulaðidropa ofaná og þrýstið varlega niður. Bakið í 5 til 10 mín.27 September 2014

Nachos salsakjúklingabringur í ofni


Gerði þennan æðislega kjúklingarétt í gærkvöldi. Mæli 100% með honum. Ég var með sætar kartöflufranskar, tagliatelle pasta og salat sem meðlæti.

Gott er að byrja á að setja kartöflurnar inn í ofninn við 200°C svo þær verði tilbúnar. Ég kryddaði með grænmetissalti frá Herbamare (sem ég elska og nota á allt), grófum svörtum pipar og hvítlaukskryddi.

Uppskrift:
4 kjúklingabringur
Nýmalaður pipar
Salt
Salsa sósa
2 b Nachos snakk
75 gr smjör eða smjörlíki
rifinn ostur að vild (ég notaði ekki að þessu sinni þar sem yngsti minn er með mjólkurofnæmi)


Kryddið bringurnar með salti og pipar, smyrjið þær svo með salsa sósu.


Myljið nachosið og veltið bringunum uppúr þeim. Bræðið smjörið/smjörlíkið og dreypið því yfir. Gott að strá smá smá osti yfir en ekki nauðsynlegt (líka gott án).


Eldið bringurnar í uþb 30 mín. Á meðan franskarnar og kjúllinn mallast þá er gott að nýta tímann í sósugerðina og að sjóða pastað.

Sósan:
1/4 Rjómi
1 TexMex smurostur

Bræðið smurostinn í rjómanum við vægan hita og passið að sósan brenni ekki við.

Vona að þið njótið vel, ég veit allavega að ég gerði það :)
15 September 2014

Orkuhnullungar • 100 gr haframjöl, malað fínt
60 gr hnetur og fræ, malað fínt (blandað að eigin vali)
 • 50 gr suðusúkkulaði, brytjað smátt eða súkkulaðispænir
 • 90 gr spelt
 • 1 tsk kanill
 • 1/2 tsk múskat 
 • 1/2 tsk salt 
 • 1/2 tsk negull 
 • 1 kúfuð tsk vínsteinslyftiduft eða 1 tsk venjulegt lyftiduft

 • 50 gr smjörlíki, brætt
 • 70 gr hrásykur eða púðursykur
 • 1 tsk stevia dropar (ég nota karamellu) eða aðrir dropar
 • eggjalíkisduft og vatn (1tsk duft á móti 3 tsk af vatni)
 • haframjólk eða önnur mjólk til að þynna eftir þörfum

Rúsínur, trönuber eða aðrir þurrkaðir ávextir ef vill

Hitið ofinn í 180°C. 

Byrjið á að mala haframjölið, hneturnar og fræin mjög fínt. Blandið því síðan saman í skál með speltinu, kryddinu, lyftidufti og súkkulaðinu. 

Blandið síðan í aðra skál bræddu smjörlíki, hrásykri, stevíu og eggjalíkisblöndunni. Þeytið aðeins saman með píski og blandið svo saman við þurrefnin. Setjið mjólk með eftir þörfum, blandan á að vera nokkuð blaut eða þannig að hægt sé að móta litlar kúlur. Setjið rúsínur eða aðra ávexti útí ef vill.

Mótið litlar kúlur og raðið á bökunarplötu. Bakið í 15 mín.

Upprunaleg uppskrift er héðan 

05 April 2014

Hafrastykki


120 gr smjör eða smjörlíki (notaði smjörlíki fyrir ofnæmispésann)
3 msk maple síróp
2 msk síróp
1/2 tsk vanilludropar

230 gr haframjöl
10 gr rice crispies
20 gr kókosmjöl
80 gr púðursykur
1/2 tsk gróft salt
1/2 b trönuber
1/2 b döðlur (skornar smátt)

Hitið ofninn í 175°C. Setjið smjörlíki, maple síróp og síróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í.

Setjið haframjöl, rice crispies, súkkulaðibita, púðursykur, salt, trönuber og döðlur í skál og blandið saman. Hellið síðan vökvanum saman við og hrærið vel saman.

Klæðið bökunarform (ég notaði 20x30) í botninn með smjörpappír og setjið síðan blönduna í botninn og þrýstið vel niður með kartöflustappara. Bakið í 20 mín, leyfið forminu að standa aðeins áður en þið hvolfið til að ná stykkjunum úr. Skerið varlega í stykki með pizzaskera og leyfið svo að kólna alveg áður en þið setjið stykkin í geymsluílát. Geymið í kæli.

Upprunaleg uppskrift fékkst hjá Ljúfmeti og lekkerheit og sést hér. Ég breytti aðeins svo ég gæti notað þetta fyrir ofnæmispésann minn auk þess sem ég bætti berjunum og döðlunum saman við.