19 February 2017

Jólakonfekt

Karamellumolar

100 g smjör
100 g púðursykur
1 dl rjómi
1/2 vanillustöng
80 g rjómasúkkulaði
400 g brætt súkkulaði.

·         Fræhreinsið vanillustöng og setjið bæði fræin og stöngina í pott ásamt smjöri, púðursykri og rjóma. Sjóðið saman og látið krauma við vægan hita í 5 mínútur.
·         Takið pottinn af hellunni, fjarlægið vanillustöngina og brytjið rjómasúkkulaði út í. Hrærið saman þar til rjómasúkkulaðið hefur bráðnað og kælið.
·         Fyllið konfektform með bræddu súkkulaði og hellið úr því þannig að eingöngu sitji eftir þunnt lag af súkkulaði.
·         Gott er að slá formið með spaða þannig að súkkulaðið leki hraðar úr áður en það fer að storkna svo skeljarnar verði ekki of þykkar.
·         Skafið af yfirborði konfektformsins með spaða og kælið í ísskáp þar til súkkulaðið storknar.
·         Sprautið kaldri karamellufyllingunni í súkkulaðiskeljarnar með kramarhúsi eða sprautupoka þannig að 3/4 skeljanna fyllist.
·         Hellið súkkulaði yfir konfektformið að nýju, skafið afgangs súkkulaði vandlega af forminu með spaða og kælið aftur í ísskáp.
·         Losið molana varlega úr konfektforminu, ef formið er úr gúmmí þá er gott að teygja það út til hliðanna þannig að molarnir losni.

Marsipankúlur með núggati

200 g marsipan
100 g núggat
200 g brætt súkkulaði

·         Skerið marsipan í smáa bita og núggat ennþá smærra.
·         Fletjið hvern marsipanbita út með fingrunum og setjið núggatbita í miðjuna.
·         Lokið marsipanbitunum og rúllið upp í kúlur þannig að núggatið sé umlukið marsipani.
·         Hjúpið marsipankúlurnar með bræddu súkkulaði og látið storkna á bökunarpappír.Bounty kúlur     

4 dl kókomjöl
2-3 dl flórsykur
2 msk mjúkt smjör
1 eggjahvíta
2 msk rjómi
súkkulaði til að hjúpa með

·         Blandið þurrefnunum saman.
·         Bætið smjöri, eggjahvítu og rjóma saman við.
·         Hnoðið degið.
·         Mótið í litlar kúlur setjið á plötu frystið.
·         Bræðið súkkulaðir og hjúpið kúlurnar til hálfs.

Núggatmolar

Rjómasúkkulaði
Núgat
Hnetur eða möndlur

·         Súkkulaði brætt með núgat og hinu blandað saman og sett á lítil form.

JAKOBSMOLAR
100 g núggat
35 g valhnetur
100 g marsipan
50 g flórsykur
50 g rúsínur
100 g Síríus rjómasúkkulaði
Hjúpur:
100 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)

·         Brytjið niður núggatið, valhneturnar marsipanið og Síríus rjómasúkkulaðið.
·         Setjið allt í matvinnsluvél og hakkið mjög vel saman.
·         Mótið litlar kúlur og kælið.
·         Hjúpið kúlurnar með Síríus suðusúkkulaði (konsum).
Hugmynd:Hér má einnig sleppa valhnetunum og hafa rjómasúkkulaði með hnetum.

Piparmintukúlur
500 gr. suðusúkkulaði
2 dl. rjómi
1 tesk piparmyntudropar
200 gr. heslihnetuflögur
súkkulaði til að hjúpa
·         Saxið súkkulaðið.
·         Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið.
·         Bætið dropunum í og hrærið.
·         Kælt og gerðar kúkur.
·         Kúlurnar eru hjúpaðar með súkkulaði og velt upp úr heslihnetuflögum.

Piparmyntufylling
flórsykur og piparmyntudropar, pínu vatn ef þarf.

Trufflur 
500 g dökkt súkkulaði
2 ½ dl rjómi
Bragðefni:
·         1 msk. koníak eða líkjör (koníakstrufflur)
·         1 tsk. piparmintudropar (piparmintutrufflur)

o   Brytjið súkkulaðið smátt og setjið í skál.
o   Hitið rjómann að suðumarki og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
o   Bætið bragðefnum í eftir smekk, hrærið vel og geymið súkkulaðimassann í kæli í 4-6 klukkustundir.
o   Mótið kúlur úr massanum með teskeið eða kúluskeið og veltið þeim upp úr kakói, ristuðum hnetum, kókosmjöli eða rifnu súkkulaði.
o   Geymið í kæli.


Caffé Ganache
200 ml. rjómi
20 g. nýmalað gæðakaffi
180 g 75% súkkulaði smátt saxað (notuðum 75% Amedei “9”)

·         Búinn til kaffirjómi með því að hita saman í potti rjóma og kaffi vandlega án þess að sjóða og síðan látið standa.
·         Síað í gegnum grisju á meðan það er enn heitt.
·         Þessum kaffirjóma (samtals um 75g) síðan hellt yfir smátt saxað súkkulaðið og hrært vandlega þar til áferðin er orðin slétt og fíngerð (emúlíserað).
·         Fyllingunni síðan sprautað í súkkulaðihjúpuð konfektmótin og þeim lokað.
·         Þegar konfektmolinn er laus úr forminu er upplagt að skreyta hann með kaffibaun.

Súkkulaði Ganache
200 ml rjómi
170 gr súkkulaði, t.d. suðusúkkulaði

·         Hitið rjómann að suðu eða þangað til loftbólur byrja að myndast með jaðrinum
·         Hellið yfir brytjað súkkulaðið og leyfið að standa í ca 30 sekúndur
·         Hrærið vel saman þangað til kremið er orðið slétt og fínt.
·         Hægt er að gera kremið allt að viku fram í tímann.


Guacamole2 þroskuð avocado
Hálft chilli
1/3 paprika
5 kirsuberjatómatar
1-2 hvítlauksrif
1/4 rauðlaukur
Ferskt kóríander eftir smekk (ég set mikið)
safi úr 2 lime
salt, pipar, cayenne pipar

Ég set avocado, smá vatn, hvítlaukinn og lime safann í matvinnsluvél og set síðan maukið í skál.
Sker allt grænmetið mjög smátt og hræri því síðan útí.


Að lokum kryddað eftir smekk, ég elska allt sem er sterkt þannig ég set smá cayenne pipar útí.

16 January 2017

Kúrbíts- og gulrótarklattar1 kúrbítur
1 stór gulrót
3 vorlaukar
2 egg
2/3 bolli gróft spelt
1/2 b olía
1/2 b rifinn ostur
Krydd að eigin vali - ég notaði svartan pipar, túrmerik, karrý og cumin

Rífið kúrbítinn og gulrótina, skerið vorlaukinn smátt og blandið síðan öllu saman.

Steikt á pönnu uppúr ólívuolíu og borið fram með sýrðum rjóma, chilli sósu og grænni sósu.


Græn sósa:

1 avocado
2 hvítlauksgeirar
Nokkrir dropar af tabasco sósu
Límónusafi
Fersk basilíka
Strengjabaunir (má sleppa eða nota annað grænt grænmeti)
1/2 b olívuolía
1/2 b vatn
salt og pipar

Öllu skellt í blandara eða nutribullet. Geymt í ísskáp.14 January 2017

Bananabrauð án sykurs
2 bananar
1/2 bolli eplamauk
1 bolli heilhveiti
dass af sítrónu/límónusafa
1 egg
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
dökkur súkkulaðispænir (magn eftir smekk)

Ofninn hitaður í 180°C. Öllu blandað saman í hrærivél og sett í smurt form. Bakað í 35 mínútur.

Hrákaka með ávöxtum


Botn:
250 gr. döðlur
3 msk kókosolía
1 banani
1 msk agave síróp
2 dl tröllahafrar/haframjöl
2 msk lífrænt kakóduft
2-3 dropar karamellu stevia (má sleppa)


50 gr 70% sykurlaust súkkulaði með myntubragði, saxað niður
50 gr Suðusúkkulaði/70% súkkulaði brætt
Ávextir
Kókosflögur

Döðlurnar skornar niður og settar í pott. Vatn látið fljóta yfir og soðið í nokkrar mín. Hellið vatninu af og stappið bananann samavið. Setjið sírópið, hafrana, kakóduftið og steviuna saman við. Setjið í glerform, dreifið saxaða súkkulaðinu yfir og látið aðeins bráðna. Skellið forminu síðan í frysti á meðan ávextirnir eru skornir niður og súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði

Ofan á kökuna setti ég 1 lítið epli, 1 kiwi og 3 jarðarber, hellti síðan bráðna súkkulaðinu yfir og að lokum stráði ég kókosflögum yfir.

Kakan er góð ein og sér en þeyttur rjómi er alveg eðall með.

02 May 2016

Indversk linsubaunabuff með gulrótum og sætum kartöflum


3dl soðin hýðishrísgrjón, brún eða hvít (whatever floats your boat)
250gr soðnar linsubaunir (eða aðrar baunir)
2 rifnar gulrætur
1/2 rifin sæt kartafla
2 stilkar vorlaukur, smátt skorinn
2msk tómatpúrra
2msk tandoori curry paste 
2 hvítlauksrif, smátt skorin eða rifin
1tsk cumin
1tsk garam masala
1tsk engifer
1tsk kóríander
salt (ég nota alltaf grænmetissalt úr Heilsuhúsinu)
nýmalaður pipar

gróft spelt til að þykkja ef þarf

Rasp:
Sesamfræ
kókosmjöl

Hitið ofn í 200°C. Öllum innihaldsefnum blandað saman í skál eða hrærivél. Ef blandan er mjög blaut þá er gott að setja smá spelt til að þykkja, en alls ekki of mikið svo þau verði ekki þurr.
Mótið kúlur og veltið uppúr raspi. Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og spreyjið hana með pam spreyi. Raðið kúlunum á og þrýstið þeim létt niður til að gera klatta, annars mega þetta alveg vera bollur líka :)

Eldið í 8 mín á hvorri hlið.

Gott að bera fram með grískri tatziki sósu eða sýrðum rjóma og sweet chili sósu ásamt góðu salati.


Tzatziki sósa 
1 agúrka, rifin 
250 ml grísk jógúrt
2 hvítlauksrif, pressuð
salt
ferskur pipar
1 msk limesafi
1 msk ólífuolía


Rífið agúrkuna niður, setjið á þvottagrisju og kreistið safann úr. Blandið síðan öllu saman í skál og smakkið til. 

16 June 2015

Hveitikökur8 b hveiti
100 gr smjörlíki
1 b sykur
6 tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 tsk hjartarsalt
4 b súrmjólk

Allt blandað saman og hnoðað. Skipt í 4 hluta og flatt út hringlaga. Stungið í með gaffli og steikt á pönnu. Passa að hnoða ekki of mikið því þá geta þær orðið of harðar !!