Döðlugott

200 gr smjör
500 gr döðlur
120 gr púðursykur
150 gr coco pops/rice crispies
200 gr suðusúkkulaði
3 msk matarolía
100 gr 70% súkkulaði
1 1/2 msk matarolía
kókosmjöl

Bræðið smjörið í potti og bætið söxuðum döðlum og púðursykri útí. Hrærið þar til döðlurnar fara að mýkjast. Látið þá coco pops útí, setjið bökunarpappír í form og látið deigið í formið, ég notaði 12x12 ferkantað form. Setjið formið í frysti í 10 mín. Á meðan bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið matarolíunni saman við. Hellið yfir blönduna og frystið aftur. Bræðið 70% súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið matarolíu saman við. Hellið yfir, stráið kókosmjöli yfir (magn eftir smekk) og frystið í amk 30 mín. Skerið í litla ferkantaða bita og geymið í frysti.

Comments

Popular Posts