Marengs ísterta með Toblerone

4 eggjahvítur
200 gr sykur

Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman og skiptið í 2 botna. Bakið við 150°C í 30 mín og síðan við 100°C í aðrar 30 mín.

Ískrem:
3 eggjarauður
100 gr sykur
3 matarlímsblöð
1 dl vel sterkt kaffi
1/2 l þeyttur rjómi
200 gr saxað Toblerone

Látið matarlímsblöðin liggja í köldu vatni í 5 mín. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan er ljós og létt. Takið matarlímsblöðin úr bleyti og kreistið vatnið úr þeim. Leysið þau síðan upp í heitu kaffinu. Hellið því næst kaffinu út í eggjablönduna.  Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og að lokum saxaða Tobleroninu. Setjið annan botninn í smelluform, hellið ísblöndunni yfir og síðan hinn botninn ofan á. Geymið í frysti.

Takið úr frysti um klst fyrir neyslu. Skreytið með berjum og ávöxtum.

Comments

Popular Posts