Súkkulaðidropakökur




125 gr smjörlíki 
1 b sykur
1 b púðusykur
2 stk egg
2 b hveiti (aðeins meira eða ca 1/2 bolli ef þið viljið hafa þær þéttar)
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 b kókósmjöl
1 poki súkkulaðidropar

Ofninn hitaður í 180° C. Smjörlíkinu og sykrinum hrært saman þar til ljóst og létt. Eggjum bætt útí og hrært aðeins lengur saman. Þurrefnunum bætt út í og blandað varlega saman við. Móta litlar kúlur og raða á bökunarplötu. Setjið 1 súkkulaðidropa ofaná og þrýstið varlega niður. Bakið í 5 til 10 mín.



Comments

Popular Posts