Jólakonfekt

Karamellumolar

100 g smjör
100 g púðursykur
1 dl rjómi
1/2 vanillustöng
80 g rjómasúkkulaði
400 g brætt súkkulaði.

·         Fræhreinsið vanillustöng og setjið bæði fræin og stöngina í pott ásamt smjöri, púðursykri og rjóma. Sjóðið saman og látið krauma við vægan hita í 5 mínútur.
·         Takið pottinn af hellunni, fjarlægið vanillustöngina og brytjið rjómasúkkulaði út í. Hrærið saman þar til rjómasúkkulaðið hefur bráðnað og kælið.
·         Fyllið konfektform með bræddu súkkulaði og hellið úr því þannig að eingöngu sitji eftir þunnt lag af súkkulaði.
·         Gott er að slá formið með spaða þannig að súkkulaðið leki hraðar úr áður en það fer að storkna svo skeljarnar verði ekki of þykkar.
·         Skafið af yfirborði konfektformsins með spaða og kælið í ísskáp þar til súkkulaðið storknar.
·         Sprautið kaldri karamellufyllingunni í súkkulaðiskeljarnar með kramarhúsi eða sprautupoka þannig að 3/4 skeljanna fyllist.
·         Hellið súkkulaði yfir konfektformið að nýju, skafið afgangs súkkulaði vandlega af forminu með spaða og kælið aftur í ísskáp.
·         Losið molana varlega úr konfektforminu, ef formið er úr gúmmí þá er gott að teygja það út til hliðanna þannig að molarnir losni.

Marsipankúlur með núggati

200 g marsipan
100 g núggat
200 g brætt súkkulaði

·         Skerið marsipan í smáa bita og núggat ennþá smærra.
·         Fletjið hvern marsipanbita út með fingrunum og setjið núggatbita í miðjuna.
·         Lokið marsipanbitunum og rúllið upp í kúlur þannig að núggatið sé umlukið marsipani.
·         Hjúpið marsipankúlurnar með bræddu súkkulaði og látið storkna á bökunarpappír.



Bounty kúlur     

4 dl kókomjöl
2-3 dl flórsykur
2 msk mjúkt smjör
1 eggjahvíta
2 msk rjómi
súkkulaði til að hjúpa með

·         Blandið þurrefnunum saman.
·         Bætið smjöri, eggjahvítu og rjóma saman við.
·         Hnoðið degið.
·         Mótið í litlar kúlur setjið á plötu frystið.
·         Bræðið súkkulaðir og hjúpið kúlurnar til hálfs.

Núggatmolar

Rjómasúkkulaði
Núgat
Hnetur eða möndlur

·         Súkkulaði brætt með núgat og hinu blandað saman og sett á lítil form.

JAKOBSMOLAR
100 g núggat
35 g valhnetur
100 g marsipan
50 g flórsykur
50 g rúsínur
100 g Síríus rjómasúkkulaði
Hjúpur:
100 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)

·         Brytjið niður núggatið, valhneturnar marsipanið og Síríus rjómasúkkulaðið.
·         Setjið allt í matvinnsluvél og hakkið mjög vel saman.
·         Mótið litlar kúlur og kælið.
·         Hjúpið kúlurnar með Síríus suðusúkkulaði (konsum).
Hugmynd:Hér má einnig sleppa valhnetunum og hafa rjómasúkkulaði með hnetum.

Piparmintukúlur
500 gr. suðusúkkulaði
2 dl. rjómi
1 tesk piparmyntudropar
200 gr. heslihnetuflögur
súkkulaði til að hjúpa
·         Saxið súkkulaðið.
·         Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið.
·         Bætið dropunum í og hrærið.
·         Kælt og gerðar kúkur.
·         Kúlurnar eru hjúpaðar með súkkulaði og velt upp úr heslihnetuflögum.

Piparmyntufylling
flórsykur og piparmyntudropar, pínu vatn ef þarf.

Trufflur 
500 g dökkt súkkulaði
2 ½ dl rjómi
Bragðefni:
·         1 msk. koníak eða líkjör (koníakstrufflur)
·         1 tsk. piparmintudropar (piparmintutrufflur)

o   Brytjið súkkulaðið smátt og setjið í skál.
o   Hitið rjómann að suðumarki og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
o   Bætið bragðefnum í eftir smekk, hrærið vel og geymið súkkulaðimassann í kæli í 4-6 klukkustundir.
o   Mótið kúlur úr massanum með teskeið eða kúluskeið og veltið þeim upp úr kakói, ristuðum hnetum, kókosmjöli eða rifnu súkkulaði.
o   Geymið í kæli.


Caffé Ganache
200 ml. rjómi
20 g. nýmalað gæðakaffi
180 g 75% súkkulaði smátt saxað (notuðum 75% Amedei “9”)

·         Búinn til kaffirjómi með því að hita saman í potti rjóma og kaffi vandlega án þess að sjóða og síðan látið standa.
·         Síað í gegnum grisju á meðan það er enn heitt.
·         Þessum kaffirjóma (samtals um 75g) síðan hellt yfir smátt saxað súkkulaðið og hrært vandlega þar til áferðin er orðin slétt og fíngerð (emúlíserað).
·         Fyllingunni síðan sprautað í súkkulaðihjúpuð konfektmótin og þeim lokað.
·         Þegar konfektmolinn er laus úr forminu er upplagt að skreyta hann með kaffibaun.

Súkkulaði Ganache
200 ml rjómi
170 gr súkkulaði, t.d. suðusúkkulaði

·         Hitið rjómann að suðu eða þangað til loftbólur byrja að myndast með jaðrinum
·         Hellið yfir brytjað súkkulaðið og leyfið að standa í ca 30 sekúndur
·         Hrærið vel saman þangað til kremið er orðið slétt og fínt.
·         Hægt er að gera kremið allt að viku fram í tímann.


Comments

Popular Posts