Indversk linsubaunabuff með gulrótum og sætum kartöflum


3dl soðin hýðishrísgrjón, brún eða hvít (whatever floats your boat)
250gr soðnar linsubaunir (eða aðrar baunir)
2 rifnar gulrætur
1/2 rifin sæt kartafla
2 stilkar vorlaukur, smátt skorinn
2msk tómatpúrra
2msk tandoori curry paste 
2 hvítlauksrif, smátt skorin eða rifin
1tsk cumin
1tsk garam masala
1tsk engifer
1tsk kóríander
salt (ég nota alltaf grænmetissalt úr Heilsuhúsinu)
nýmalaður pipar

gróft spelt til að þykkja ef þarf

Rasp:
Sesamfræ
kókosmjöl

Hitið ofn í 200°C. Öllum innihaldsefnum blandað saman í skál eða hrærivél. Ef blandan er mjög blaut þá er gott að setja smá spelt til að þykkja, en alls ekki of mikið svo þau verði ekki þurr.
Mótið kúlur og veltið uppúr raspi. Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og spreyjið hana með pam spreyi. Raðið kúlunum á og þrýstið þeim létt niður til að gera klatta, annars mega þetta alveg vera bollur líka :)

Eldið í 8 mín á hvorri hlið.

Gott að bera fram með grískri tatziki sósu eða sýrðum rjóma og sweet chili sósu ásamt góðu salati.


Tzatziki sósa 
1 agúrka, rifin 
250 ml grísk jógúrt
2 hvítlauksrif, pressuð
salt
ferskur pipar
1 msk limesafi
1 msk ólífuolía


Rífið agúrkuna niður, setjið á þvottagrisju og kreistið safann úr. Blandið síðan öllu saman í skál og smakkið til. 





Comments

Popular Posts