Júlí er afmælismánuðurinn

Það er mikið búið að ganga á í eldhúsinu hjá minni seinustu daga. Ég á sjálf afmæli 7. júlí og eldri sonur minn 11. júli. Ég er mjög veisluglöð manneskja og elska að bjóða heim í kökur eða mat. Ég ákvað því í tilefni afmælis míns að byrja á því að bjóða nokkrum góðum vinkonum í súpu og köku í hádeginu. Við vorum 9 saman komnar og bauð ég uppá Afmælis kjúklingasúpu og Heitar bollur í aðalrétt. Hún var alveg dásamlega ljúffeng og bollurnar settu punktinn yfir i-ið. Í eftirrétt var súkkulaði og karamellubomba, Sunnudagsdásemd sem ég hafði heyrt mikið talað um í meðgönguhópnum mínum. Ég get alveg með sanni sagt að hún er sannarlega dásemd, ríkt súkkulaðibragð með grillaðri karamellu og flæðandi ber um allt. Þessi fer alveg á topplistann.

Um kvöldið bauð ég fjölskyldu og vinum í kaffiveislu. Þar bauð ég uppá tvenns konar heita rétti, Kornflextertu, Ungfrú Vinsæl og Hrísköku. Þremur dögum síðan var haldin 4 ára spiderman afmælisveisla fyrir Óliver Loga son minn. Hann er allur í spiderman þessa dagana og því engin spurning hvers konar þema ætti að vera þetta árið. Ég var því búin að panta spiderman afmælisáhöld frá USA fyrir 2 mánuðum og löngu farin að spá í hvernig þetta yrði útfært. Í svona aðstæðum er ég alveg í essinu mínu :). Auk spiderman kökunnar bauð ég uppá poppkornskökur og ávaxtaspjót fyrir krakkana.

 Auk þessa bauð ég uppá tvenns konar heita rétti, Kornflextertu (vegna þess að maðurinn minn elskar hana), Rice Crispies tertu, Bananatertu og Djöflatertu.
Bæði afmælin lukkuðust svo vel og allir voru ánægðir. Húsmóðirn var þreytt en sæl :)

kveðja Birna

Comments

Popular Posts