Kornflexterta




2 botnar:
4 eggjahvítur
200 gr sykur
2 bollar kornflex
1 tsk lyftiduft

Eggjahvítur eru stífþeyttar og sykrinum síðan bætt smám saman út ásamt lyftiduftinu. Kornflexinu er síðan blandað varlega saman við. Sett á bökunarpappír og bakað við 100°C í 2 klst og best að láta bíða í ofninum yfir nótt.

Krem:
4 eggjarauður
4 tsk flórsykur
100 gr súkkulaði
1/2 l þeyttur rjómi

Eggjarauður og flórsykur er þeytt mjög vel saman, þar til það er vel þykkt. Á meðan er súkkulaðið brætt í vatnsbaði og rjóminn þeyttur. Súkkulaðið er kælt örlítið og blandað síðan varlega saman við eggjahræruna. Að lokum er rjómanum hrært varlega saman við með sleif.

Botnarnir settir saman með kreminu og tertan skreytt að vild :)

Comments

Popular Posts