Fljótlegar brauðbollur



200 gr hveiti
200 gr heilhveiti
1 bréf þurrger
1 tsk salt
1 msk sykur
1 1/2 dl mjólk
1 1/2 dl heitt vatn
3/4 dl olía

Setjið hveitið í skál og takið síðan frá ca 1 dl og geymið. Blandið restinni af þurrefnunum í skálina og síðan vökvanum. Hnoðið saman, mér finnst best að nota hnoðskál, og bætið hveitinu sem þið tókuð frá og notið eftir þörfum. Deigið á ekki að klístrast og notið auka hveiti ef með þarf.

Geymið deigið í skálinni í smástund (þann tíma sem þið hafið, samt ekkert endilega þörf á því). Mótið í stórar bollur og setjið á bökunarpappírsklædda plötu. Penslið með eggi eða mjólk og stráið fræjum yfir eftir smekk.

Bakið við 220°C í 10 mín.


Comments

  1. Snilldar uppskrift..nota hana mjög oft..klikkar ekki..takk fyrir.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Kærar þakkir, já hún er æðisleg þessi. Fljótleg og góð.

      Delete
    2. Þarf ekki að leysa gerið upp fyrst

      Delete

Post a Comment

Popular Posts