Ungfrú vinsæl

Þessa hef ég gert fyrir margar veislur, bæði stórar og litlar. Hún hefur alveg slegið í gegn og er best með nýtíndum bláberjum í ágúst/september ;) þau eru miklu bragðmeiri en þessi innfluttu.

Svampbotn:
3 egg
200 gr sykur
¾ dl heitt vatn
150 gr hveiti
½ tsk lyftiduft

Þeytið saman egg og sykur þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið svo vatni, hveiti og lyftidufti saman við og hrærið varlega með sleif. Setjið í form með lausum botni og bakið við 180°C í ca 20 mín.

Marengs:
3 eggjahvítur
150gr sykur
½ tsk lyftiduft

Stífþeyta eggjahvítu og bæta sykri útí ásamt lyftidufti. Baka við 120°c í 2 tíma og láta kólna í ofninum yfir nótt.

Eggjakrem:
1 egg
3 msk sykur
1 peli rjómi

Eggið og sykurinn þeytt saman og þeyttum rjómanum svo bætt varlega saman við.

Súkkulaðikrem:
¼ rjómi
50 gr súkkulaði
4 msk flórsykur
3 eggjarauður

Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Súkkulaðið brætt og bætt útí. Látið kólna, svo er þeytta rjómanum bætt útí.

Samsetning:
Bláber sett á svampbotninn og svo er eggjakremið sett yfir. Marengsinn ofan á og þá súkkulaðikremið. Skreytt með bláberjum.

Comments

Popular Posts