Hrískaka m/karamellu



Þessa köku fór ég að gera þegar Myllan breytti hrískökunni sem þeir voru með. Ég og Anna vinkona vorum alveg æstar í þessa köku en svo allt í einu varð hún öðruvísi. Lítil karamella og bara ekkert varið í hana. Þá setti ég þessa saman og hún varð auðvitað mun betri en upprunalega Myllu kakan ;)

1 Svampbotn:
2 egg
150 gr sykur
1/2 dl heitt vatn
100 gr hveiti
½ tsk lyftiduft

Þeytið saman egg og sykur þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið svo vatni, hveiti og lyftidufti saman við og hrærið varlega með sleif. Setjið í form með lausum botni og bakið við 180°C í ca 20 mín.

Karamella:
2 dl rjómi
120 gr sykur
2 msk síróp
50 gr smjör
1 tsk vanilludr.

Rjómi, sykur og síróp er soðið saman við lágan hita þar til það þykknar, þá er smjöri og vanilludropum bætt saman við. Látið kólna vel og passa að það sé vel þykkt.
Karamellan er hellt yfir svampbotninn, þá er rice crispies stráð yfir og að lokum er smurt bræddu súkkulaði yfir.

Comments

  1. eru þetta tveir botnar ? :)

    ReplyDelete
  2. við hér í vinnunni erum alltaf með föstudagskaffi og að þessu sinni var þín kaka notuð og sló alveg í gegn :) Takk fyrir okkur!

    ReplyDelete
  3. takk fyrir það, gott að þetta komi öðrum en mér að góðum notum og gaman að heyra svona sögur.

    ReplyDelete
  4. Hvernig súkkulaði er best að nota ofan á?

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts