Bananaterta



Botnar:
1 ¼ b sykur
1 ½ b hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron
3 tsk kakó
120 gr smjörlíki
2-3 bananar
4 msk mjólk
1 egg

Allt sett í skál og blandað saman. Bakað í 2 tertuformum við 200°c í 15-20 mín.

Krem:
100 gr suðusúkkulaði
100 gr smjör
60 gr flórsykur
4 eggjarauður
2 bananar

Best er að byrja á því að gera kremið um leið og kakan fer í ofninn því það tekur smá tíma að útbúa það. Byrjið á að bræðið súkkulaðið og smjörið við lágan hita. Kælið í vatnsbaði í vaskinum þar til það er orðið alveg stíft (þetta tekur smá tíma, ég taldi einu sinni að ég hafði gert eitthvað vitlaust en þá bara beið ég ekki nógu lengi). Þeytið saman flórsykur og eggjarauður. Stappið bananana og setjið þá í súkkulaðiblönduna. Að lokum er súkkulaðiblandan hrærð saman við eggjahræruna. Kremið sett á milli og ofan á.

Comments

Popular Posts