Rice crispies terta



Botnar:
4 eggjahvítur
1 ½ dl púðursykur
1 ½ dl sykur
3 dl rice crispies

Eggjahvítur eru stífþeyttar og sykrinum síðan blandað saman við. Þá er rice crispies blandað varlega saman við með sleif. Sett á bökunarpappír og bakað við 100°C í 3 klst. (130°c án blásturs)

Rjómi settur á milli botnanna og ofan á sett karamellukrem. Kakan er fryst og þykir best vel köld, en hægt er að láta hana bíða í ca 3 tíma og eta svo ;)

Karamellukrem:
2 dl rjómi
100 gr púðursykur
2 msk síróp
30 gr smjörlíki
1 tsk vanillusykur

Setjið rjómann, sykurinn og sírópið í pott og sjóðið við vægan hita þar til það verður þykkt. Bætið smjörlíkinu og vanillusykrinum. Látið kólna vel þar til það er vel þykkt og hellið svo yfir kökuna.

Comments

Popular Posts