Vöfflur - besta uppskrift sem ég hef prófað

Þessar eru sérstaklega mjúkar og bragðgóðar, það gerir súrmjólkin ;)

200ml súrmjólk
1-2 egg
150 gr hveiti
1/2tsk matarsódi
2 tsk sykur
1/4tsk salt
1tsk vanillu eða kardimommudropar
 2msk smjör, brætt

Byrjið á að þeyta saman súrmjólk og egg. Síðan er restinni af hráefnunum bætt saman við. Það skal ávallt passa að hræra vöffludeig ekki of lengi því þá geta þær orðið of stífar og seigar.

Comments

 1. Prófaði að gera þessa uppskrift og vá...bestu vöflur sem ég hef smakkað er sko búin að skrifa hana hjá mér:)

  Takk fyrir mig ;)

  kv Erla Maren

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir það Erla og já þær eru alveg ótrúlega góðar. Það munar að hafa súrmjólkina.

  ReplyDelete
 3. Rakst á þessa uppskrift hjá þér og vildi bara þakka fyrir mig. Mjög góðar vöfflur :)

  ReplyDelete
 4. ljúffengar! takk fyrir uppskriftina :)

  ReplyDelete
 5. Mjög góðar vöfflur, takk fyrir uppskriftina :)

  ReplyDelete
 6. Frábærar vöfflur takk fyrir ;-)

  ReplyDelete
 7. Mjög góðar, en þetta er rosa lítill skammtur, ég fékk bara fimm vöfflur. :)

  ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts