Orkuhnullungar



  • 100 gr haframjöl, malað fínt
60 gr hnetur og fræ, malað fínt (blandað að eigin vali)
  • 50 gr suðusúkkulaði, brytjað smátt eða súkkulaðispænir
  • 90 gr spelt
  • 1 tsk kanill
  • 1/2 tsk múskat 
  • 1/2 tsk salt 
  • 1/2 tsk negull 
  • 1 kúfuð tsk vínsteinslyftiduft eða 1 tsk venjulegt lyftiduft

  • 50 gr smjörlíki, brætt
  • 70 gr hrásykur eða púðursykur
  • 1 tsk stevia dropar (ég nota karamellu) eða aðrir dropar
  • eggjalíkisduft og vatn (1tsk duft á móti 3 tsk af vatni)
  • haframjólk eða önnur mjólk til að þynna eftir þörfum

Rúsínur, trönuber eða aðrir þurrkaðir ávextir ef vill

Hitið ofinn í 180°C. 

Byrjið á að mala haframjölið, hneturnar og fræin mjög fínt. Blandið því síðan saman í skál með speltinu, kryddinu, lyftidufti og súkkulaðinu. 

Blandið síðan í aðra skál bræddu smjörlíki, hrásykri, stevíu og eggjalíkisblöndunni. Þeytið aðeins saman með píski og blandið svo saman við þurrefnin. Setjið mjólk með eftir þörfum, blandan á að vera nokkuð blaut eða þannig að hægt sé að móta litlar kúlur. Setjið rúsínur eða aðra ávexti útí ef vill.

Mótið litlar kúlur og raðið á bökunarplötu. Bakið í 15 mín.

Upprunaleg uppskrift er héðan 

Comments

Popular Posts