Nachos salsakjúklingabringur í ofni


Gerði þennan æðislega kjúklingarétt í gærkvöldi. Mæli 100% með honum. Ég var með sætar kartöflufranskar, tagliatelle pasta og salat sem meðlæti.

Gott er að byrja á að setja kartöflurnar inn í ofninn við 200°C svo þær verði tilbúnar. Ég kryddaði með grænmetissalti frá Herbamare (sem ég elska og nota á allt), grófum svörtum pipar og hvítlaukskryddi.

Uppskrift:
4 kjúklingabringur
Nýmalaður pipar
Salt
Salsa sósa
2 b Nachos snakk
75 gr smjör eða smjörlíki
rifinn ostur að vild (ég notaði ekki að þessu sinni þar sem yngsti minn er með mjólkurofnæmi)


Kryddið bringurnar með salti og pipar, smyrjið þær svo með salsa sósu.


Myljið nachosið og veltið bringunum uppúr þeim. Bræðið smjörið/smjörlíkið og dreypið því yfir. Gott að strá smá smá osti yfir en ekki nauðsynlegt (líka gott án).


Eldið bringurnar í uþb 30 mín. Á meðan franskarnar og kjúllinn mallast þá er gott að nýta tímann í sósugerðina og að sjóða pastað.

Sósan:
1/4 Rjómi
1 TexMex smurostur

Bræðið smurostinn í rjómanum við vægan hita og passið að sósan brenni ekki við.

Vona að þið njótið vel, ég veit allavega að ég gerði það :)




Comments

Popular Posts