Hafrastykki






120 gr smjör eða smjörlíki (notaði smjörlíki fyrir ofnæmispésann)
3 msk maple síróp
2 msk síróp
1/2 tsk vanilludropar

230 gr haframjöl
10 gr rice crispies
20 gr kókosmjöl
80 gr púðursykur
1/2 tsk gróft salt
1/2 b trönuber
1/2 b döðlur (skornar smátt)

Hitið ofninn í 175°C. Setjið smjörlíki, maple síróp og síróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í.

Setjið haframjöl, rice crispies, súkkulaðibita, púðursykur, salt, trönuber og döðlur í skál og blandið saman. Hellið síðan vökvanum saman við og hrærið vel saman.

Klæðið bökunarform (ég notaði 20x30) í botninn með smjörpappír og setjið síðan blönduna í botninn og þrýstið vel niður með kartöflustappara. Bakið í 20 mín, leyfið forminu að standa aðeins áður en þið hvolfið til að ná stykkjunum úr. Skerið varlega í stykki með pizzaskera og leyfið svo að kólna alveg áður en þið setjið stykkin í geymsluílát. Geymið í kæli.

Upprunaleg uppskrift fékkst hjá Ljúfmeti og lekkerheit og sést hér. Ég breytti aðeins svo ég gæti notað þetta fyrir ofnæmispésann minn auk þess sem ég bætti berjunum og döðlunum saman við.




Comments

Popular Posts