Mjólkur - og eggjalausir kanilsnúðar


Deig:
430 gr spelt/hveiti
80 gr sykur (ef þið viljið hafa þá sæta, ég sleppti því og þeir voru bara mjög góðir)
2 1/2 msk vínsteinslyftiduft eða 2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
300 ml haframjólk/eða önnur sambærileg
2 msk olía

Fylling:
Smjörlíki
kanilsykur

Glassúr:
Flórsykur
Vatn

Hitið ofninn í 220°C. Hnoðið öllum hráefnunum saman. Setjið hveiti á borðið og fletjið út deigið, mér finnst best að fletja það ílangt í staðinn fyrir alveg ferkantað en það er smekksatriði. Bræðið síðan smá bita af smjörlíki og penslið yfir deigið. Stráið síðan kanilsykri yfir eftir smekk.

Skerið í bita og raðið þétt á bökunarplötu. Bakið í ca 10-12 mín.

Færið snúðana yfir á grind þegar þeir eru bakaðir og hellið glassúr yfir þá meðan þeir eru ennþá heitir.

Comments

Popular Posts