Dagur 1 - Hakkréttur með sætkartöflumús


Þennan rétt sá ég á www.hun.is og má sjá hana hér.

Ég hugsa að ég gefi honum svona 3 af 5 stjörnum. Hann var alveg ágætur en ég féll ekkert í stafi. Ég sleppti hinsvegar gráðostinum í músina til þess að Nói minn gæti borðað þetta. Hann er með mjólkur- og eggjaofnæmi. Þetta var dálítið mikið, ef ég gerði hann aftur þá hugsa ég að ég myndi nota 500 gr af hakkinu (við erum 5 í heimili) og nota meira grænmeti auk þess að reyna að þykkja sósuna meira. Hún var svolítið þunn. Væri örugglega gott að þykkja þetta aðeins með kókosrjóma eða rjóma, það myndi líka gera þetta aðeins meira creamy :) 

Ég bar þetta fram með hvítlauksbrauði og fersku grænmeti.

Endilega prófið :)

knús 
Birna

Comments

Popular Posts