Æðislega gott Hrökkbrauð


3 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 dl haframjöl
1 dl graskersfæ
1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1 dl hörfræ
1 dl olía
2 dl vatn

Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllu hráefninu saman og blandið saman í blautt deig. Skiptið deginu í tvennt (passar á 2 bökunarplötur) og setjið helming á bökunarpappír. Leggið aðra örk yfir og rúllið deiginu varlega út með kökukefli þannig að það þeki bökunarplötu. Flettið síðan efri pappírsörkinni af og notið pizzaskera til að skera í bita. Endurtakið með restinni af deiginu. Setjið inní ofn og bakið í 15-20 mín.

Comments

Popular Posts