Fiskréttur í ofni með sætum kartöflum

2 fiskflök skorin í bita, ég notaði ýsu
1sæt kartafla
2-3 gulrætur
3-4 stórar kartöflur
1/2 Mexíkóostur
1/2 Piparostur
1/4 L rjómi eða matreiðslurjómi
salt og pipar
rifinn ostur

Byrja á því að skera grænmetið niður í bita (ekkert of litla) og sjóða það í ca 15-20mín eða þar til það er byrjað að mýkjast. Hitið ofninn á meðan í 180°C og byrjið á að útbúa sósuna. Skerið ostana í litla bita og bræðið í rjómanum. Þegar grænmetið er klárt þá er það sett í ofnfast mót og fiskbitunum raðað ofaná. Kryddið með salt og pipar og hellið síðan sósunni yfir. Toppið með smávegis af rifnum osti.

Eldið í ca 15-20 mín.


Comments

Popular Posts