Súkkulaðibitakökur Pocahontas


Uppskrift úr Gestgjafanum 2012

100 gr mjúkt smjör
150 gr sykur
200 gr púðursykur
2 egg
200 gr hveiti
110 gr haframjöl
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/8 tsk negull
1/8 tsk engifer
1 tsk vanilludropar
150 gr hvítir súkkulaðidropar
150 gr suðusúkkulaðidropar

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjörið og sykurinn saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið þá eggjunum útí, einu í seinn, og hrærið vel á milli. Setjið þurrefnin útí ásamt vanilludropunum og hrærið varlega saman við og ekki of lengi. Í lokin setjið þið súkkulaðið útí og hrærið saman við með sleif.

Setjið deigið í litlar kúlur á ofnplötu og bakið í 10-12 mín.

Comments

Popular Posts