Púðursykursmarengs Rúlluterta


Einfalt og fljótlegt

Botn:
4 eggjahvítur
190 gr púðursykur

Hitið ofninn í 200°C. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið síðan púðursykrinum rólega út í. Dreifið blöndunni á ofnplötu klædda með bökunarpappír. Þekið alla plötuna. Bakið í 8 mín og lækkið þá niður í 160°C og bakið áfram í 10 mín.

Á meðan marengsinn bakast útbúið þá fyllinguna.

Fylling:
1/4 L rjómi
1/2 tsk vanilludropar
jarðaber
bláber
rifsber
nóa kropp

Þeytið rjómann með vanilludropunum. Blandið berjunum og nóakroppinu varlega út í en geymið nokkur ber til að skreyta með. 

Þegar botninn er bakaður hvolfið honum þá á kalda plötu og látið kólna í nokkrar mínutur en alls ekki of lengi því þá fer hann að harðna. Dreifið fyllingunni á og rúllið tertunni svo upp.

Skreytið með berjum og bræðið nokkra suðusúkkulaðimola og slettið yfir. Í lokin dustiði smá flórsykri yfir með sigti.


Comments

Popular Posts