Piparkökur krakkanna



3 dl hveiti
1 dl púðursykur
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/4 tsk negull
60 gr smjörlíki, kalt
1/2 dl haframjólk/möndlumjólk/mjólk/rjómi.....
1/2 dl agave síróp/síróp
1 1/2 tsk vanilludropar

Byrjið á að setja þurrefnin í hrærivélaskálina og setjið svo smjörlíkið útí í litlum bitum. Látið vélina ganga þar til blandan líkist grófum sandi. Setjið þá mjólk, síróp og vanilludropa saman við á meðan vélin gengur. Deigið verður dálítið klístrað og það á að vera svoleiðis.

Pakkið deiginu inní plastfilmu og geymið í ísskáp í amk 2 klst eða yfir nótt.

Skerið út með formum og hafið ca 1/2 cm á þykkt. Bakist við 180°C í 10 mín,

Comments

Popular Posts