Pizzubrauð


Þetta brauð er alveg svakalega gott. 
Útbjó það fyrir mömmuhitting og það sló í gegn.

Hráefni:
2 tsk þurrger
1 1/2 b heitt vatn
3 1/3 b hveiti
2 tsk salt
1 1/2 msk sykur
1 tsk oregano
2 1/2 b álegg (ég notaði pepperoni, gula og rauða papriku, olívur, púrrulauk og hvítlauk)
1/2 b parmesan
1 b rifinn ostur
1 msk ólívuolía

Pizzasósa

Byrjið á að leysa gerið upp í vatninu. Á meðan þið bíðið þá skuluð þið skera niður áleggið í litla bita og geymið til hliðar, það má blanda álegginu saman í skál. Blandið síðan hveiti, salti, sykri og oregano saman við gerblönduna og hrærið með sleif. Setjið síðan áleggið og parmesan ostinn saman við og hrærið, gott er að nota hendurnar til að það blandist vel inní deigið. Deigið verður mjög blautt og gott er að hafa smá hveiti í skál til þess að setja saman við eftir þörfum. En passið að setja ekki of mikið, það má vera dálítið blautt. Látið hefast í 1 klst. Ég nota alltaf hnoðskál með loki frá Tupperware, set hana í vaskinn og læt renna heitt vatn í vaskinn. Þetta flýtir dálítið fyrir hefuninni.

Eftir klst, hnoðið þá deigið létt í skálinni og setjið svo inn í ísskáp og látið hefast í amk 1 klst í viðbót. Ég lét það hinsvegar vera yfir nótt.

Þegar kemur að bökuninni þá skal hita ofninn í 220°C. Takið deigið úr ísskápnum og stráið hveiti á borðplötuna. Fletjið deigið út ca 20x30 cm, bætið hveiti við ef það er of blautt en bara nægilega til þess að það festist ekki mikið við borðplötuna. Stráið ostinum yfir og brjótið svo deigið frá lengri endanum inn að miðju og svo hinn endann á móti. Passið að osturinn lokist vel inní deiginu.

Látið deigið bíða á bökunarplötunni á meðan ofninn klárar að hita sig. Bakið síðan í 30-35 mín, eftir ca 15 mín setjið álpappír yfir brauðið svo það dökkni ekki of mikið. Eftir bökunartímann, penslið brauðið með ólívuolíunni og bakið í 5 mín í viðbót.


Hitið pizzasósu og njótið með þessu yndislega brauði :)

Comments

  1. Þetta var sko mega gott! Á pottþétt eftir að baka þetta einhvern tíma ;)

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts