Mjúkir sjúkir kanilsnúðar



Deig:
4 1/2 b hveiti
4 tsk sykur
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 1/2 b rjómi/rjómablanda (rjómi og mjólk)

Fylling:
4 msk púðursykur
4 tsk kanill
bráðið smjör

Glassúr:
1 eggjahvíta
150 gr flórsykur
1 tsk vanillusykur
smá mjólk

Hitið ofninn í 200°C. Blandið þurrefnunum saman í skál, setjið síðan rjómann útí og hrærið varlega með sleif eða örstutt með hnoðaranum í hrærivélinni á lægstu stillingu. Setjið síðan deigið á borðplötuna og hnoðið í höndum, bætið meira af hveiti ef þarf en passið að hafa deigið ekki oft þurrt, bara að það festist ekki við borðið. Blandið þá púðursykrinum og kanilnum í litla skál og geymið.

Skiptið deiginu í 2 hluta og fletjið út ca 40x20cm lengju. Penslið með bráðnu smjörinu og stráið helmingnum af púðursykurs- og kanilblöndunni yfir hvora lengju. Rúllið upp og skerið í 4cm þykka bita. 

Penslið eldföst mót með smjöri eða olíu og raðið snúðunum í en ekki of þétt. Ég setti t.d. 8 snúða í 28x18 cm form. Einnig er hægt að setja í bökunarform, bæði kringlótt og ferköntuð. Bakið í 20 mín.

Á meðan þið bíðið eftir snúðunum þá er gott að útbúa glassúrinn. Hrærið eggjahvítunni, flórsykrinum og vanillusykrinum saman í skál og þynnið til með mjólk. Hrærið þar til það verður glansandi og það á að vera nokkuð þykkt.

Þegar snúðarnir koma úr ofninum þá er glassúrnum slett yfir snúðana.

Comments

Popular Posts