Hollir nammibitar


Í tilefni Meistaramánaðar 2013 þá ákvað ég að búa mér til hollt nammi sem er gott að gæða sér á þegar sætindalöngunin kemur yfir mann. Báðir bitarnir svakalega góðir.

Bounty Bitar

Uppskrift héðan

1 bolli döðlur (látið liggja í bleyti í ca 20 mín svo verði mjúkar)
3 bollar kókosmjöl/kókosflögur
1/4 bolli kókosolía (við stofuhita)
1/2 bolli malaðar kasjúhnétur
1 tsk vanilluduft
smá salt
3-4 msk kókospálmasykur
70% lífrænt súkkulaði/suðusúkkulaði

Byrjað á að setja kókosmjöl, hnetur, kókossykur, vanilluduft og salt í matvinnsluvél og blandað saman. Setjið svo eina og eina döðlu út í og blandið vel í matvinnsluvélinni ásamt kókosolíunni.

Samkvæmt uppskrift á síðan að setja deigið á bökunarpappír og móta í ferhyrning og kælt á meðan sirka 150 gr af súkkulaði er brætt í vatnsbaði og svo látið yfir kökurnar. Getur líka stungið tannstöngli í ferhyrninginn og dýft í súkkulaðið. Svo er allt látið kólna.

Ég hinsvegar notaði sílíkonform og fyllti hvert hólf ca 3/4 og setti svo 1 tsk af bráðnu súkkulaðinu yfir. Skellti síðan í frysti og losaði yfir í poka þegar þetta var alveg frosið. Síðan geymi ég bitana þar og tek einn og einn út eftir þörfum.



Súkkulaðibitar með möndlu og karamellufyllingu

Uppskrift héðan

100 gr smjör
1 b kókosmjólk
1 b hlynsíróp
salt
1 b möndlur í hýði
100 gr suðusúkkulaði/70 % súkkulaði

Setjið smjör, kókosmjólk, síróp og salt í pott og látið sjóða við meðalhita. Þetta á að sjóða þar til það er orðið vel þykkt og tekur því dágóðann tíma. Passa að hræra vel í á meðan svo brenni ekki við.

Brytjið niður möndlur og bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þegar karamellan er tilbúin þá er fyrst sett 1 tsk af súkkulaði í sílíkonformin og látið renna aðeins uppá kantana. Setjið svo möndlur og karamelluna yfir það, ca tsk. Síðan fer súkkulaði að lokum yfir og inn í frysti þar til bitarnir eru alveg harðir. Þá er bara að losa og setja í poka. Geymt í frysti og tekið út eftir behag.

Gjörið þið svo vel !!

Comments

Popular Posts