Gulrótarkaka

2 dl sykur
2 egg
2 dl hveiti
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft
1 dl matarolía
3 dl rifin gulrót

Byrjið á að hita ofninn í 175°C. Hrærið saman sykri og eggjum þar til blandan verður ljós og létt. Bætið þá öðrum hráefnum við og hrærið vel. Rífið niður gulræturnar og setjið að lokum út í blönduna.

Setjið í smelluform ca 22-24cm og bakið í 45 mínutur.

Krem:
3 dl flórsykur
1 1/2 tsk vanillusykur
90 gr rjómaostur
45 gr smjör

Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið þar til kremið verður glansandi og flott. Setjið kremið á kökuna þegar hún er orðin ALVEG köld, annars bráðnar kremið ;)

Comments

Popular Posts