Grófar speltbollur

rakst á þessa uppskrift á googlinu ;) og er hún upprunalega héðan. Ég breytti aðeins uppskriftinni og notaði spelt í stað hveitis, hveitikím í stað hveitiklíðs, kókospálmasykur í stað venjulegs sykurs og notaði möndlumjólk.

1 kg fínt spelt
1/2 kg gróft spelt
10 msk hveitikím
3 dl fræ að eigin vali
1 dl kókospálmasykur
1 dl olía
8 dl mjólk/haframjólk/möndlumjólk
1 dós kotasæla (lítil)
2 bréf þurrger + 1 dl volgt vatn
1 tsk salt

Hitið ofninn í 200°C. Byrjið á að leysa gerið upp í volgu vatninu. Blandið síðan öllum þurrefnunum saman í sér skál. Setjið mjólk, kotasælu og olíu saman í pott og hitið þar til það er orðið volgt. Takið af hitanum og setjið gerið út í mjólkurblönduna. Hnoðið deigið og látið síðan hefast í 30 mínútur í skál undir rökum klút. Hnoðið deigið aftur og mótið síðan í bollur. Látið þær hefast í 20 mínútur á plötu.
Bakið í þar til þær eru gylltar eða um 10-15 mín.

Uppskriftin er stór og gerir um 40 bollur

Comments

Popular Posts