Súkkulaðidraumur með after-eight ganache (Mjólkur- og eggjalaust)


2 Botnar:

2 1/4 b hveiti
1 1/2 b sykur
1 b kakó

1 tsk matarsódi 
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

1/2 tsk grænmetissalt
1/2 b heitt vatn
1 b sojamjólk/haframjólk/möndlumjólk
1 b olía

Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnum saman og hrærið vel. Setjið í 2 smelluform með bökunarpappír í botninum. Bakið í 35 mín.

Smjör(líki)krem:

150 gr smjörlíki
1 plata suðusúkkulaði
450 gr flórsykur
smá sojamjólk til að þynna

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið örlítið. Hrærið smjörlíkið saman þar til það er orðið nokkuð létt. Hrærið síðan súkkulaðinu saman við. Bætið þá flórsykrinum útí í skömmtum og setið smá sojamjólk inná milli svo það verði ekki of stíft. Þeytið vel.

After eight ganache:

10-15 after eight plötur
olía
flórsykur
smá sojamjólk til að þynna

Bræðið after eight plöturnar yfir vatnsbaði og setjið smá olíu út í (ekki ólívuolíu, hún er of bragðsterk). Bætið síðan slatta af flórsykri út í og þynnið aðeins til með mjólk þar til þetta verður að þunnri sósu sem hægt er að hella yfir.

Setjið smjörkremið á milli botnanna, yfir og klæðið hliðarnar. Gott er að nota pönnukökuspaða til að ná jafnri áferð. Hellið síðan After Eight blöndunni yfir kökuna og látið renna niður hliðarnar. Skreytið með after eight plötum sem þið skerið til helminga til að fá þríhyrninga.

Comments

Popular Posts