Pizzusnúðar



2 tsk þurrger
4 dl heitt vatn
2 msk olía
1 tsk salt
7 1/2 dl hveiti
3 dl heilhveiti

Leysið þurrgerið upp í vatninu. Bætið síðan öðrum hráefnum saman við og hnoðið vel. Látið deigið lyfta sér í amk klst.

pizzusósa
pepperoni
rauð paprika
óregano
svartur pipar
rifinn ostur

Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið út á hveitistráð borð, passið að deigið sé ekki of blautt, ef svo er þá bætið smá hveiti og hnoðið við. Smyrið deigið með pizzasósu, setjið áleggið á og stráið oregano og svörtum pipar yfir. Rúllið deigið síðan upp í lengju og skerið í sneiðar. Raðið á ofnplötu og bakið í ca 15 mín.

Comments

Popular Posts