Indverskur hakkréttur

1 rauðlaukur, saxaður smátt
2 hvítlauksgeirar
3 gulrætur, skornar smátt
olía
700 gr hakk
1 krukka korma sósa
1 msk kóríandermauk
pipar
salt
50 gr möndluflögur (má sleppa)

Léttsteikið laukinn og gulræturnar í olíunni. Látið hakkið samanvið og steikið í um 5 mín. Hellið korma sósunni og kóríandermaukinu saman við og látið krauma undir lokinu í smá stund. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Stráið síðan möndluflögunum yfir áður en borið er fram á borð.

Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.

Comments

Popular Posts