Indverskt fiskikarrý

1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksrif
olía
2 tsk rifin engiferrót (eða engiferkrydd ef þið eigið hitt ekki til)
1 tsk svört sinnepsfræ
2 tómatar, smátt saxaðir
1 tsk garam masala
2 lárviðarlauf
1 dl kókosmjólk
700-800 gr fiskur
salt
túrmerik
ferskt kóríander (má sleppa)

Steikið laukinn í olíunni þar til hann fer að mýkjast. Bætið þá engiferrótinni og sinnepsfræjunum útí. Þá eru tómatarnir settir útí ásamt garam masala og lárviðarlaufinu. Steikið þar til sósan fer að maukast. Hellið þá kókosmjólkinni útí og látið malla saman á vægum hita.

Skerið fiskinn í hæfilega bita og kryddið með salti og túrmerik. Raðið fiskbitunum síðan á pönnuna og látið sjóða í ca 5 mín. Snúið fiskbitunum þá við og sjóðið í sósunni í 5 mín til viðbótar (eða eftir þykkt fiskbitanna). Stráið fersku kóríander yfir í lokin og berið fram með hrísgrjónum.

Comments

Popular Posts