Gúllasréttur

Skellti í þennan rétt án nokkurrar uppskriftar og hún kom svona líka vel út. Þetta er mikið svona "slump" eins og maður segir, best er að smakka sig áfram :)

lamba/kindagúllas
1/2 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
svartur pipar
timían
steinselja
chili duft
turmerik

1 dós hakkaðir tómatar
sveppir skornir í fjóra hluta
1 b rjómi
2 msk rjómaostur
frosin blönduð paprika
frosið spínat
soðnar kartöflur

Byrjið á að saxa rauðlaukinn og hvítlaukinn smátt. Steikið létt á pönnu með olíu, bætið síðan gúllasinu útí og brúnið. Kryddið eftir smekk og bætið þá tómötunum útí ásamt rjómanum. Látið malla við meðalhita í um 10-15 mín og bætið þá öllu nema kartöflunum útí. Látið malla áfram í 10-15 og bætið þá kartöflunum útí.

Berið fram með hvítlauksbrauði.










Comments

Popular Posts