Svakalegar súkkulaðimuffins


150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk 

Hitið ofninn í 180°C. Byrjið á að hræra sykri/púðursykri og smjörlíki vel saman. Bætið síðan eggjunum útí, einu í senn og hrærið vel á milli. Bætið síðan þurrefnunum og mjólkinni saman við, passið að hræra ekki of mikið. Setjið í muffinsform og helst í muffinsbökunarformi, þá koma þær svo vel út. Bakað við 180°C í  ~20 mínútur.

Krem:

500 gr flórsykur
80 gr smjör brætt
60 gr kakó
1 tsk vanilludropar/extract
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.

Uppskrift fékkst hér

Comments

Popular Posts