"Subway" smákökur

225 gr smjör, lint
50 gr sykur
110 gr púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
290 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1 pakki karamellu royal búðingur
1 poki litlar smartieskúlur eða súkkulaðidropar

Byrjið á að hita ofninn í 175°C. Hrærið síðan vel saman smjöri, sykri, púðursykri og vanilludropum. Minnkið þá hraðann á vélinni og hellið karamellu búðingsduftinu varlega saman við. Síðan bætiði eggjunum útí, einu í senn og hrærið vel á milli. Hrærið síðan þurrefnunum saman við og að lokum litlum smarties perlum eða súkkulaðidropum.

Notið 2 skeiðar til að setja kúlu af deiginu á bökunarplötu með bökunarpappír. Ég gerði stórar eins og fást á Subway en auðvitað má hver og einn gera eftir hentisemi. Bakið í 10-12 mín.

Uppskriftina fékk ég héðan

Comments

  1. Hlakka til að prófa þessar :)
    elska subway smákökur ;)
    kv.
    Halla Dröfn

    ReplyDelete
  2. Stendur ekki hvað á að vera mikið af vanilludropum.

    ReplyDelete

Post a Comment

Popular Posts