Caramel súkkulaðikökur

100 gr súkkulaði
150 gr púðursykur
75 gr smjör
1 egg
150 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
2 stk galaxy caramel/cadbury´s caramel

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið súkkulaðið í vatnbaði og látið kólna aðeins. Hrærið púðursykur og smjör vel saman, bætið egginu síðan útí og hrærið vel. Deigið á að vera þykkt en ekki þurrt, bætið því auka hveiti í ef ykkur finnst þess þurfa. Skiptið í 3 kúlur og síðan hverri kúlu í 12 kúlur. Skerið caramel stykkin í 18 hluta hvert og setjið einn bita í miðju hverrar kúlu og rúllið saman.

Bakið í ofni í 8 mín og látið kólna.

Til að gera stærri kökur má skipta í 24 hluta og caramel stykkinu í 12 bita, baka svo í 10 mín.

Comments

Popular Posts