Bláberjamuffins


115 gr smjör 
1 og 1/4 b sykur 
2 egg 
2 bollar hveiti
1/2 tsk salt 
2 tsk lyftiduft 
1/2 bolli mjólk
1 tsk vanillu- eða sítrónudropar
2 bollar bláber (frosin eða fersk) 


Byrjið á því að hita ofninn í 180 C. Þeytið síðan smjör og sykur vel saman eða þar til blandan verður ljós. Bætið þá eggjunum útí einu í senn og hrærið vel á milli. Bætið þurrefnum og mjólkinni útí og hrærið varlega saman. Passið að hræra ekki of mikið því þá verður kakan seig.
Setjið í muffinsform og klæðið með pappírsformum. Bakið í 30-40 mínútur. Það er styttri baksturstími ef berin eru fersk. 

Uppskriftin gerir 12-14 stórar muffins.

Comments

Popular Posts