Mjúkar súkkulaðibitakökur



200 gr smjör/smjörlíki
200 gr púðursykur
200 gr sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
350 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
150 gr suðusúkkulaðihnappar
100 gr hvítir súkkulaðihnappar

Hitið ofninn í 190°C. Byrjið svo á að hræra sykri og smjöri vel saman. Bætið síðan eggjum og vanilludropum saman við. Blandið þá þurrefnum saman við og hrærið varlega saman. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við með sleif.

Mér finnst best að gera stórar kökur og set þá kúffulla matskeið af deigi á plötuna og passa að hafa ekki of margar á plötunni svo þær klessist ekki saman. Bakið í 12-14 mín.

Comments

Popular Posts