Kjúklinga- og kartöflugratín

4 stk kjúklingabringur
2 dl sýrður rjómi
1 msk dijon sinnep
svartur pipar
grænmetissalt
arabískt kjúklingakrydd frá pottagöldrum

Byrjið á að skera bringurnar í bita og setja í skál. Blandið síðan restinni af hráefnunum saman við og látið standa.

Sæt kartafla
Kartöflur
Rauðlaukur
1/4 l rjómi
1 piparostur

Létt steikið kartöflurnar og rauðlaukinn. Færið  síðan yfir í eldfast mót. Skerið piparostinn í litla bita og setjið ásamt rjómanum á pönnuna. Þegar osturinn hefur bráðnað setjið þá kjúklinginn saman við og eldið í stutta stund. Hellið síðan blöndunni yfir kartöflurnar, stráið rifnum osti yfir og eldið í 30 mín við 180°C.

Gott með kúskús og salati.

Túrmerik kúskús

Byrjið á að setja 1 og hálfan bolla af vatni í pott, setjið smá ólívuolíu, 1 tsk túrmerik og grænmetissalt útí og látið sjóða. Slökkvið undir og setjið þá 1 og hálfan bolla af kúskús í vatnið og látið það taka í sig vökvann. Hrærið síðan vel saman og setjið undir vægan hita ef það er ennþá mikill vökvi.

Comments

Popular Posts