Hollir toffee crisp bitar

360 gr döðlur
200 gr smjör
100 gr púðursykur/hrásykur
3 dl rice crispies
150 gr suðusúkkulaði/70% súkkulaði

Saxið döðlurnar í matvinnsluvél og færið yfir í pott. Hitið þær ásamt smjöri og púðursykri við vægan hita. Takið af hitanum þegar smjörið og sykurinn hefur bráðnað saman við döðlurnar. Blandið þá rice crispies útí og hrærið saman. Ef það er mikið smjör eftir sem samlagast ekki blöndunni hellið því þá frá eins og hægt er.

Klæðið álform með bökunarpappír og jafnið blöndunni í og látið kólna í ísskáp í smá tíma. Á meðan er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og síðan hellt yfir blönduna. Setjið aftur í ísskáp og látið kólna vel.

Skerið síðan í hæfilega stóra bita og geymið í ísskáp í plastboxi.

Comments

Popular Posts